Opnir dagar í FAS

28.feb.2023

Núna standa yfir opnir dagar í FAS. Þá leggja nemendur hefðbundin verkefni til hliðar og fást við ýmislegt annað. Nemendur gátu valið sér hóp eftir áhuga og hafa því mikið um það að segja hvað er gert á opnum dögum.

Við erum með útvarpshóp sem ætlar að vera með tvær útsendingar á youtube rás skólans í dag. Fyrri þátturinn fer í loftið klukkan 13:30 og ber hann heitið Pedro. Seinni þátturinn er gerður af Rúntklúbbnum og heitir Rúntkastið og útsending hefst klukkan 14:15.

Þá er starfandi blaðahópur og það er aldrei að vita nema að við sjáum eitthvað frá þeim hópi i Eystrahorni í næstu viku. Þriðji hópurinn er að skoða skólaumhverfið og veltir fyrir sér hvernig megi bæta það. Síðast en ekki síst er árshátíðarhópur starfandi en eins og nafnið ber með sér er hann að skipuleggja árshátíð skólans sem verður fimmtudaginn 2. mars.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...